Reglur sem gilda um keppnisrétt knapa og hesta á mótum félagsins.


1.    Á vetramótum og í firmakeppni þar sem dæmdir eru saman hestur og knapi, skal knapinn vera félagsmaður Trausta. Hesturinn þarf að vera minnst 50% í eigu félagsmanns og skráður honum í Worldfeng.Gildir í öllum flokkum.


2.    Á íþróttarmóti félagsins skal knapinn vera félagsmaðurur Trausta, hesturinn þarf ekki að vera í eigu félagsmanns.


3.   Á gæðingamóti Trausta, í A- og B-flokki gæðinga, skal hestur vera í eigu félagsmanns. Í barna- unglinga- og ungmennaflokki skal knapi vera félagsmaður Trausta og hesturinn í eigu félagsmanns.Hesturinn þarf að vera minnst 50% í eigu félagsmanns og skráður honum í Worldfeng.

4. Vilji menn öðlast keppnisrétt hjá Hestamannafélaginu Trausta verður knapi og hesteigandi að vera skráður í félagið fyrir lok aðalfunds á keppnisárinu.
 


Vetrarmót Loga og Trausta

Leikreglur fyrir dómara:

·         Raða skal keppendum niður í sæti

·         Dæma skal fegurð í reið, heildarmynd parsins þegar riðið er á hægum hraða og svo frjálsum hraða.

·         Allar gangtegundir vega jafnt.


Leikreglur fyrir stjórnanda :


·         Stjórnandi stjórnar mótinu og er tengiliður milli keppanda og dómara.

·         Keppt er í barna,unglinga og fullorðinsflokki samkv. flokkaskiptingu L.H.

·         Svona skal riðið:

1.    Tveir hringir hæg ferð á vinstri hönd.

2.    Tveir hringir hæg ferð á hægri hönd.

3.    Einn hringur frjáls ferð á vinstri hönd.

4.    Einn hringur frjáls ferð á hægri hönd.

Fet á milli og jafna bilin.


 

·         Ef dómarar eru ekki búnir að raða getur stjórnandi bætt við auka hring.

·         Ef 15 eða fleiri eru í hverjum flokk skal fyrst taka útaf 10 efstu (eftir 6 hringi) hinum raðað í sæti 11+, síðan 10 efstu aftur inn á og þeim raðað í sæti 1-10.

·         Þá eru riðnir einn hringur á hvora hönd, hæg ferð og frjáls ferð, samtals fjórir hringir.

·         Vetrarmótin eru aðeins fyrir félagsmenn Loga og Trausta. Gestum er því ekki raðað í sæti.

·         Keppendur safna stigum ( þ.e. parið knapi og hestur) Því hefst stigasöfnun upp á nýtt ef knapi mætir með annan hest til leiks á öðru eða þriðja móti.


Reglur um unghrossaflokk


Unghrossaflokkur er ætlaður hrossum sem verða  5 og 6 vetra á keppnis árinu.

Þau hross sem keppa í unghrossaflokki þurfa EKKI að vera í eigu Trausta félaga.

Í unghrossaflokki er það knapinn sem safnar stigum en ekki parið, þ.e. knapinn getur mætt með nýtt hross á hvert mót en heldur alltaf sínum stigum.

Raða skal öllum keppendum í sæti, allir fá stig. Reglur um stiga fjölda eru þær sömu og í hinum flokkunm þ.e. fyrsta sætið gefur 50 stig, annað sætið 49 stig þriðja 48 og svo koll af kolli.

 

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 190252
Samtals gestir: 45621
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 07:51:57Nafn:

Hestamannafélagið Trausti

Afmælisdagur:

Stofnað 20.04.1960

Staðsetning:

Laugardalur, Grímsnes-og Grafningshreppur