2011.

 Hestamannafélagið Trausti
Stofndagur 20.04.60
Lög félagsins:
1.gr
(Breytt 17.05.1973)
Nafn félagsins er hestamannafélagið Trausti. Félagssvæði nær yfir Grímsnes, Laugardal, Þingvallasveit og Grafning. Heimili félagsins og varnarþing er hjá formanni félagsins.
2. gr
Stefna félagsins er að stuðla að réttri meðferð hesta, góðri tamningu og vekja athygli á ágæti þeirra og íþróttum. Þessu markmiði hyggst félagið ná með því meðal annars:
1. Að eignast góðan haslaðan skeiðvöll og efna þar til kappreiða einir eða í samvinnu við önnur félög.
2. Að koma á fót, ef kostur er, tamningastöð, þar sem félagsmönnum er gefinn kostur á að koma tryppum sínum til tamningar.
3. Að fræða félagsmenn um hesta, tamningu þeirra, hús, hirðingu og fóður fyrir þá og fleira. Fræðsla þessi gæti t.d farið fram við tamningarstöðina
3.gr
Félagsmenn geta allir orðið, konur og karlar, er áhuga hafa á málefnum félagsins. Æski einhver að gerast félagi, skal hann senda skriflega umsókn sína á félagsfund. Ber fundarstjóra þegar í stað að leggja umsóknina undir úrskurð fundarins, og er hún samþykkt ef 2/3 - tveir þriðju- fundarmanna gefa henni atkvæði. Úrsagnir úr félaginu skulu vera skriflegar og sendar stjórninni eigi síðar en á aðalfundi.
4.gr
Félagsmaður sem skuldar árstillag frá fyrra ári, eða stendur í skuld við félagið fyrir eitt eða annað, hefur enginn réttindi á fundum félagsins á nýju starfsári, fyrr en hann hefur greitt skuld sína. Sá sem ekki greiðir árstillag sitt í tvö ár telst ekki félagsmaður og á ekki afturkvæmt í félagið fyrr en hann hefur greitt alalr skuldir sínar við það.
5.gr
Málefnum félagsins stjórna aðalfundur og stjórn félagsins. Stjórnin ber ábyrgð á fjármálum félagsins. Stjórn skipa 5 menn; formaður, ritari, gjaldkeri og 2 meðstjórnendur, sem kosnir eru á aðalfundi skriflegri óbundinni kosningu, formaður til 1 árs, en aðrir stjórnarmenn til tveggja ára. Formann, ritara, gjaldkera og meðstjórnendur skal kjósa skriflega hvern útaf fyrir sig. Úr stjórninni ganga annað árið formaður, ritari og meðstjórnandi en hitt árið formaður, gjaldkeri og meðstjórnandi. Varastjórn skipa tveir menn. Skulu þeir kosnir skriflega, til eins árs á hverjum aðalfundi. Varamenn skulu boðaðir á stjórnarfundi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Komi til atkvæðagreiðslu í fjarveru aðalmanna, taka varamenn sæti í aðalstjórn í samræmi við atkvæðafjölda. Forfallist ritari eða gjaldkeri, skipar stjórnin einhvern úr sínum hópi í þeirra stað. Formaður boðar stjórnarfundi eins oft og þurfa þykir og stjórnar þeim. Skylt er honum einnig að boða stjórnarfund ef þrír stjórnarmenn óska þess. Stjórnarfundir eru lögmætir, ef minnst þrír stjórnarmanna er u mættir á fund. Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur umsjón með öllum framkvæmdum þess. Stjórnin boðar félagsfundi, en formaður stjórnar þeim. Í fundarboði skal tilgreint fundarefni. Ritari geymir bækur og skjöl félagsins og ritar gerðarbók félagsins á fundum. Féhirðir hefur fjárreiður félagsins á höndum og annast innheimtu. Hann heldur fé félagsins á vöxtum og hefur í hendi greiðslur allar. Þeir félagsmenn eða nefndir, sem semja eiga reikninga félagsins skulu hafa skilað þeim til féhirðis fyrir lok janúar ár hvert.
6.gr
Dómnefndir og aðrir starfsmenn við kappreiðar skulu ráðnir af stjórninni allri.
7.gr
Fundir skulu haldnir svo oft, sem þurfa þykir, eða ef 10 félagsmenn óska þess skriflega og tilgreina fundarefni. Fundur skal boðaður með einnar viku fyrirvara og e hann lögmætur ef 1/3 hluti félagsmanna sitja hann. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans á ný á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillits til þess, hve margir eru mættir. Á aukafundum sem þessum má ekki gera lagabreytingar og aðeins kjósa bráðabirgðastjórn fram til næsta aðalfundar.
8.gr
Aðalfund skal halda fyrir apríllok ár hvert og skal hann boðaður með 14 daga fyrirvara. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.
Dagskrá aðalfundar sé:
1. Kosnir fastir starfsmenn fundarins
2. Fráfarandi stjórn leggur fram skriflega yfirlitsskýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári
3. Framlagðir endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið ár.
4. Nefndir gefa skýrslu (á þetta við hjá ykkur ?)
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga og afgreiðsla reikninga.
6. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
7. Lagabreytingar
8. Aðrar tillögur til afgreiðslu á fundinum
9. Kosning stjórnar og varastjórnar
10. Kosning tveggja endurskoðenda og varaendurskoðenda
11. Fundargerð, tekin afstaða til lestrar eða annarar afgreiðslu.
12. Önnur mál.
Aðalfundur inn getur með 2/3 greiddra atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, sem komið er fram, eftir að dagskrá fundarins var auglýst.

9.gr

Reikningsár félagsins er almannaksárið. Árstillag félagsmanna er krónur 100,- , sem reiðist á aðalfundi eða fyrir 1 maí ár hvert. Ævifélagar greiði kr 1000,- í eitt skipti fyrir öll og njóta sömu réttinda og aðarir félagsmenn.

10.gr

Lögum félagsins verður ekki breytt , nema á aðalfundi, sem mættir eru 1/5 - einn fimmti- hluti lögmætra félagsmanna og 2/3 - tveir þriðju- greiddra atkvæða samþykki breytingunna. Mæti of fáir, skal boða til fundar á ný, og öðlast þá áður fram komin lagabreyting gildi ef 2/3 - tveir þriðju- atkvæða samþykkja hana, án tillits til þess, hve margir félagsmenn eru mættir. Auglýsa skal lagabreytingar í fundarboði til aðalfundar.
11.gr

Ef um er að ræða að leysa upp félagið verður það að gerast á lögmætum aðalfundi, þar sem mættir eru minnst ¾ - þrír fjórðu- félagsmanna. Verður það þ á því aðeins gert , að 2/3 - tveir þriðju - hlutar fundarmanna greiði því atkvæði, án tillits til þess hve margir eru mættir á fundinum. Tillaga um að leggja félagið niður ska lkoma fram í fundarboði. Sé samþykkt að leggja félagið niður, skal boða til aukaaðalfundar til að staðfesta niðurstöðuna.
Verði félagið þannig leyst upp skal eigum þess skipt jafna hluti, og skal hver þeirra geymdur á sérreikningi hjá formönnum hrossaræktarfélaganna í hreppunum. Verði ekki á næstu 10 árum stofnað félag að nýju í þessari sveit, sem starfar í líkum anda og lög þessi benda til, falla sjóðirnir til ráðstöfunar stjórnum viðkomandi hrossaræktarfélaga. Að öðrum kosti fær hið nýstofnaða félag sjóðina til eignar og umráða.

12.gr

Um önnur atriði sem ekki er tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍSÍ, LH og HSK

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 190192
Samtals gestir: 45620
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 07:18:47Nafn:

Hestamannafélagið Trausti

Afmælisdagur:

Stofnað 20.04.1960

Staðsetning:

Laugardalur, Grímsnes-og Grafningshreppur