02.04.2015 23:50

Töltmót Trausta Loga og Smára

 

Töltmót Traust, Loga og Smára
Óhætt er að segja að við Traustafólk getum verið sátt við niðurstöður mótsins í gærkvöldi. Trausti átti þrjá keppendur í tölti T1, Hildi Kristínu Hallgrímsdóttir, Guðjón S. Sigurðsson og Ragnheiði Bjarnadóttir.

Eftir forkeppni þá var staðan sú að Ragnheiður reið sig beint í A úrslit með flotta einkunn 5.90, Guðjón var níundi með 5,67og slapp með naumindum í B úrslit og Hildur var í 14 sætinu með 5,33 hárfínt frá B úrslitasæti. Í B úrslitum gerði Guðjón vel og vann þau nokkuð sannfærandi með fína einkunn 6,57 og hækkaði sig úr forkeppni um næstum einn heilan í einkunn.

Í A úrslitum voru mætt til leiks hjúin Þórey og Sólon fyrir hönd Loga ásamt Smáramanninum Guðmanni, og svo okkar fólk í Trausta, Ragnheiður og Guðjón. Það má segja að í það lá nokkur fljótt fyrir að það var kominn mikill hugur í Guðjón og gæðingshryssuna Lukka frá Bjarnastöðum. Eftir hæga töltið voru þau í öðru sæti á eftir Þóreyju en eftir hraðabreytingar þá má segja að fátt hafi getað komið í veg fyrir öruggan sigur Guðjóns með 7.00 frá öllum dómurum sem var hæsta einkunn fyrir þann hluta. Þau sigldu svo fyrsta sætinu heim með öruggri og góðri sýningu á yfirferðartöltinu. Einkunn þeirra 6,72.
Ragnheiður reið glæsilega sýningu þar sem öryggi og vönduð reiðmennska var höfð í fyrirrúmi. Þær stöllur Ragnheiður Bjarnadóttir og Elding Þóroddsdóttir enduðu með fína einkunn 6,22 og fjórða sætið og hækkun um rúmlega þrjátíu punkta úr forkeppni.

Það er hinsvegar áhyggju efni fyrir okkur í Trausta að unga fólkið okkar og börnin eru ekki að láta sjá sig á svona mótum, sem eru einmitt svo ágætt til að nota til að byrja sinn keppnisferil. Við þurfum að skoða þau mál ofan í kjölinn og sjá hvort við getum ekki bættu um betur.

 

Niðurstöður

 
 IS2015TRA049 - Töltmót Loga -Trausta - Smára
 Mótshaldari: Hestamannafélögin í uppsveitum Árnessýslu
 Dagsetning: 1.4.2015 - 1.4.2015
 
TöLT T1
1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Félag Eink.
1  Sólon Morthens    Víðir frá Eikarbrekku Logi  6,27 
2  Þórey Helgadóttir    Frægur frá Flekkudal Logi  6,23 
3  Guðmann Unnsteinsson    Verðandi frá Síðu Smári  6,07 
4  Ragnheiður Bjarnadóttir    Elding frá Laugarvatni Trausti  5,90 
5  Vilmundur Jónsson    Abel frá Brúarreykjum Smári  5,83 
6-9  Linda Margaretha Karlsson    Nn frá Friðheimum Logi  5,80 
6-9  Maja Roldsgaard    Hrímfaxi frá Hrafnkelsstöðum 1 Smári  5,80 
6-9  Gunnar Jónsson    Blakkur frá Skeiðháholti 3 Smári  5,67 
6-9  Guðjón Sigurðsson    Lukka frá Bjarnastöðum Trausti  5,67 
10  Berglind Ágústsdóttir    Ísadór frá Efra-Langholti Smári  5,57 
11  Aðalheiður Einarsdóttir    Rökkva frá Reykjum Laugarbakka Smári  5,53 
12-13  Þorsteinn Gunnar Þorsteinss.    Förðun frá Hólavatni Smári  5,50 
12-13  Erna Óðinsdóttir    Þöll frá Hvammi I Smári  5,50 
14  Hildur Kristín Hallgrímsdóttir    Lúna frá Reykjavík Trausti  5,33 
15  Bjarni Birgisson    Arkíles frá Blesastaðir 2A Adam  5,30 
16  Helgi Kjartansson    Topar frá Hvammi I Smári  5,27 
17-20  Sigfús Guðmundsson    Vonarneisti frá Vestra-Geldingaholti Smári  5,03 
17-20  Sigfús Brynjar Sigfússon    Seina frá Steinnesi Smári  5,03 
17-20  Hannes Gestsson    Nótt frá Kálfhóli 2 Smári  5,03 
17-20  Hannes Gestsson    Garpur frá Kálfhóli 2 Smári  5,03 
21  Vilmundur Jónsson    Hrefna frá Skeiðháholti Smári  4,33 
B úrslit
Sæti Knapi Hross Félag Eink.
1  Guðjón Sigurðsson    Lukka frá Bjarnastöðum Trausti  6,57 
2  Linda Margaretha Karlsson    Nn frá Friðheimum Logi  6,05 
3  Vilmundur Jónsson    Abel frá Brúarreykjum Smári  5,74 
4  Gunnar Jónsson    Blakkur frá Skeiðháholti 3 Smári  5,54 
5  Maja Roldsgaard    Hrímfaxi frá Hrafnkelsstöðum 1 Smári  5,24 
A úrslit
Sæti Knapi Hross Félag Eink.
1  Guðjón Sigurðsson    Lukka frá Bjarnastöðum Trausti  6,72 
2  Þórey Helgadóttir    Frægur frá Flekkudal Logi  6,50 
3  Sólon Morthens    Víðir frá Eikarbrekku Logi  6,50 
,,,  Ragnheiður Bjarnadóttir    Elding frá Laugarvatni Trausti  6,22 
5  Guðmann Unnsteinsson    Verðandi frá Síðu Smári  6,17 
TöLT T3
Ungmennaflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Félag Eink.
1  Finnur Jóhannesson    Körtur frá Torfastöðum Logi  6,57 
2  Hrafnhildur Magnúsdóttir    Eyvör frá Blesastöðum 1A Smári  6,43 
3  Björgvin Ólafsson    Óður frá Kjarnholtum I Smári  6,13 
4  Jón Óskar Jóhannesson    Eldur frá Gljúfri Logi  6,07 
5  Björgvin Ólafsson    Spegill frá Hrepphólum Smári  5,73 
A úrslit
Sæti Knapi Hross Félag Eink.
1  Hrafnhildur Magnúsdóttir    Eyvör frá Blesastöðum 1A Smári  6,89 
2  Finnur Jóhannesson    Körtur frá Torfastöðum Logi  6,72 
3  Björgvin Ólafsson    Óður frá Kjarnholtum I Smári  6,17 
4  Jón Óskar Jóhannesson    Eldur frá Gljúfri Logi  6,11 
Unglingaflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Félag Eink.
1  Sölvi Freyr Freydísarson    Gæi frá Svalbarðseyri Logi  5,93 
2  Sigríður Magnea Kjartansdóttir    Fróði frá Bræðratungu Logi  5,03 
3  Sigríður Magnea Kjartansdóttir    Roðinn frá Feti Logi  5,00 
4  Rósa Kristín Jóhannesdóttir    Frigg frá Hamraendum Logi  4,90 
5  Elsa-Johanna I. Winter    Freydís frá Röðli Smári  4,17 
6  Rósa Kristín Jóhannesdóttir    Djásn frá Lambanesi Logi  3,93 
7  Helgi Valdimar Sigurðsson    Hugnir frá Skollagróf Smári  3,23 
 
         
A úrslit
Sæti Knapi Hross Félag Eink.
1  Sölvi Freyr Freydísarson    Gæi frá Svalbarðseyri Logi  6,28 
2  Rósa Kristín Jóhannesdóttir    Frigg frá Hamraendum Logi  5,67 
3  Sigríður Magnea Kjartansdóttir    Roðinn frá Feti Logi  5,56 
4  Helgi Valdimar Sigurðsson    Hugnir frá Skollagróf Smári  4,44 
5  Elsa-Johanna I. Winter    Freydís frá Röðli Smári  4,17 
TöLT T7
Barnaflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Félag Eink.
1  Þorvaldur Logi Einarsson    Brúður frá Syðra-Skörðugili Smári  5,50 
2  Aron Ernir Ragnarsson    Hera frá Efra-Langholti Smári  4,77 
3  Þórey Þula Helgadóttir    Þrá frá Núpstúni Smári  4,33 
4  Valdís Una Guðmannsdóttir    Krúsi frá Langholtskoti Smári  2,67 
A úrslit
Sæti Knapi Hross Félag Eink.
1  Þorvaldur Logi Einarsson    Brúður frá Syðra-Skörðugili Smári  5,50 
2  Aron Ernir Ragnarsson    Hera frá Efra-Langholti Smári  5,00 
3  Þórey Þula Helgadóttir    Þrá frá Núpstúni Smári  4,92 
4  Valdís Una Guðmannsdóttir    Krúsi frá Langholtskoti Smári  3,75 
Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 190192
Samtals gestir: 45620
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 07:18:47Nafn:

Hestamannafélagið Trausti

Afmælisdagur:

Stofnað 20.04.1960

Staðsetning:

Laugardalur, Grímsnes-og Grafningshreppur