27.03.2015 22:34

Uppsveitartöltið 2015

 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Barnaflokk – (T7): sýnt hægt tölt og fegurðartölt, 2 inná í einu undir leiðsögn þuls.
Unglingaflokk (T3): riðið hefðbundið tölt prógram, tveir inná í einu undir leiðsögn þuls.
Ungmennaflokk (T3)
Í fullorðinsflokki verður keppt í tveimur flokkum;

II Flokkur - minna keppnisvanir (T3)

I Flokkur - meira keppnisvanir (T1) hefðbundið tölt prógram, einn inná í einu.

Skráningargjöld eru 2500 fullorðinn/ungmenni fyrir fyrsta hest, 1500 fyrir næstu skráningar. 1500 kr fyrir börn og unglinga.

Skráning fer fram í gegnum sportfeng.

Skráning opnar föstudagskvöldið 27. mars og stendur fram að miðnætti þriðjudagskvöldið 31. Mars.

B-úrslit verða riðin ef þáttaka í flokk fer yfir 10 skráningar, annars verða eingöngu riðin A-úrslit.

Við hvetjum félagsmenn eindregið til að skrá sig, hvort sem er áhugamenn eða atvinnumenn.

Mótið er góður vettvangur til að fá mat á hesta sína eða prófa hesta fyrir lokamótið í Uppsveitadeildinni.


Skráning fer fram í gegnum sportfeng á eftirfarandi síðu: http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add
Veljið hestamannafélagið Trausta sem mótshaldara til þess að finna mótið.

Hafi knapar óskir um uppá hvaða hönd þeir vilji ríða, er mikilvægt að það komi fram í skráningunni.

Ath. Þið sem skráið fleyri en einn hest: Ekki er hægt að skrá afsláttinn inn í sportfeng þegar mótið er sett upp. Sportfengur mun því rukka um fullt skráningarverð fyrir alla hesta. Greiðsla fer fram með millifærslu, millifærið eingöngu rétta upphæð miðað við afslátt.

Mótanefndir félaganna.

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 190192
Samtals gestir: 45620
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 07:18:47Nafn:

Hestamannafélagið Trausti

Afmælisdagur:

Stofnað 20.04.1960

Staðsetning:

Laugardalur, Grímsnes-og Grafningshreppur