16.09.2014 22:31

Frumtamninganámskeið

Róbert Petersen reiðkennari mun byrja með frumtamningarnámskeið föstudaginn 26 september nk.  Kennt verður yfir helgina og svo aftur helgina 3-5 okt.

Hver þátttakandi kemur með sitt trippi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s.:

-Atferli hestsins

-Leiðtogahlutverk

 -Fortamning á trippi

 -Undirbúningur fyrir frumtamning

 -Frumtamning

Fyrirkomulag kennslunnar er með hætti að það verða fjórir í hverjum hópi en lágmarksfjöldi á námskeiðið eru 12 þátttakendur

Öll kennsla fer fram innanhúss.   Nemendum er bent á  að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.

Námskeiðið er öllum opið en Traustafélagar ganga fyrir ef það fyllist.  Takist ekki að ná tilteknum fjölda þáttakenda þá fellur námsskeiðið niður.

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Guðnýju Tómasdóttur, netfang gudny@ormsstadir.is eða í síma 894032

 

 

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 190192
Samtals gestir: 45620
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 07:18:47Nafn:

Hestamannafélagið Trausti

Afmælisdagur:

Stofnað 20.04.1960

Staðsetning:

Laugardalur, Grímsnes-og Grafningshreppur