27.06.2014 10:16

Gæðingamót Trausta

 

 

 

Gæðingakeppni Trausta 2014

Gæðingakeppni Hestamannafélagsins Trausta verður haldin á vellinum á Laugarvatni laugardaginn 26. júlí n.k. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og einnig verður töltkeppni ef þátttaka verður næg. Mótið hefst kl. 11:00 með setningu formanns og verður dagskrá eftirfarandi:


11:10     B-flokkur gæðinga.

12:30     Töltkeppni.

14:00     A-flokkur gæðinga.


15:00     Úrslit B-flokkur, verðlaunaafhending.


16:00     Úrslit tölt, verðlaunaafhending

17:00     Úrslit A-flokkur, verðlaunaafhending.

Knapi og hestur mótsins valinn.

ATH. Tímasetningar eru háðar skráningu í flokkana, en byrjað verður kl. 11:10.


Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 23. júlí fyrir kl. 22:00 á netfangið hf.trausti@gmail.com

Í skráningu verður að koma fram nafn og kennitala knapa og IS númer á hesti.

Frekari upplýsingar verður að finna inná heimasíðu Trausta, http://trausti.123.is/ og á Facebook síðunni þegar nær dregur.

 

 

Kveðja, Stjórn Trausta og Mótanefnd 

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 41
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 187327
Samtals gestir: 44990
Tölur uppfærðar: 18.11.2018 21:10:47Nafn:

Hestamannafélagið Trausti

Afmælisdagur:

Stofnað 20.04.1960

Staðsetning:

Laugardalur, Grímsnes-og Grafningshreppur