14.10.2013 22:43

10 góðar ástæður

Það er mikið í umræðunni hvernig hægt sé að fá fleiri til þess að stunda hestamennsku, hérna koma 10 góðar ástæður fyrir því af hverju foreldrar ættu að hvetja unglingana sína til þess að stunda sportið.

1. Góð forvörn.
Því meiri tíma sem þau eyða á hesthúsinu að ríða út eða hugsa um hestana því minni tíma hafa þau til þess að slæpast um, í ef til vill slæmum félagsskap.

2. Það kennir þeim að hugsa um peninga.
Það kostar pening að halda hest, þau læra að safna og vinna fyrir pening svo þau geti borgað leigu fyrir stíu, keypt sér beisli eða jafnvel nýjan hnakk. 

3. Það kennir þeim að sýna ábyrgð.
Hesturinn stólar á þau að hugsað sé um hann. Þau þurfa að þjálfa hann, setja hann út, moka undan honum og gefa honum að borða og drekka. Þetta veitir unglingum ábyrgðartilfinningu svo lengi sem þau standa við skuldbindingar sínar.

4. Það byggir upp sjálfstraust.
Þau eru að hugsa um og þjálfa hestinn, þau eru leiðtogar hans og þurfa að taka eigin ákvarðanir og það byggir upp sjálfstraustið.

5. Það hjálpar þeim að kynnast nýju fólki.
Þau kynnast nýju fólki sem hefur sömu ástríðu og þau og eyða tíma með vinum sínum á heilbrigðann máta.

6. Það eru margar góðar fyrirmyndir í hesthúsinu.
Það er alltaf margt fólk í hesthúsinu, þetta er fólk á öllum aldri sem kenna unglingunum hvernig á að hugsa um hesta, hvernig á að vinna og taka ábyrgð.

7.Þau verða auðmjúk.
Ef hesturinn gerir ekki eitthvað rétt er það vegna þess að þau eru að segja honum vitlaust til, það kennir þeim að líta innávið og læra af mistökunum.

8.Það stuðlar að aukinni hreyfingu.
Að stunda hestamennsku er mikið líkamlegt erfiði og kemur þeim í betra líkamlegt form.

9. Það kennir þeim að vera frumlegir og góðir kennarar.
Þeir eru yfirleitt einir með hestinum sínum þess á milli sem þeir eru ekki í reiðtímum og þurfa að nota hugmyndarflugið til þess að finna þær aðferðir sem virka best á þeirra hest.

10. Það kennir þeim hvernig þeir læra nýja hluti.
Í hestamennskunni eru unglingar alltaf að læra nýja hluti og atferðir, þau eru að læra af mörgu mismunadi fólki og smá saman fara þau að þekkja inn á sjálfan sig og hvaða aðferðir virka á þau sjálf og hvernig þau læra best.

10 mjög góðar ástæður...

Heimild:http://hannahebroaddus.com/10-reasons-your-teenage-daughter-should-own-a-horse/
Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 190192
Samtals gestir: 45620
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 07:18:47Nafn:

Hestamannafélagið Trausti

Afmælisdagur:

Stofnað 20.04.1960

Staðsetning:

Laugardalur, Grímsnes-og Grafningshreppur