07.08.2013 12:36

Vallamót 2013

Vallamót 2013

 

 

Árlegt Vallamót Hestamannafélagsins Trausta verður haldið laugardaginn 17. ágúst n.k. á Laugarvatnsvöllum. Líkt og í fyrra verður keppt í smalakeppni og verður smalakeppninni skipt í smala 1, þ.e. 14 ára og yngri (fæddir 1999 og seinna) og smali 2, þ.e. 15 ára og eldri (fæddir 1998 og fyrr).

Mótið hefst kl. 10:00 og er dagskrá sem hér segir:

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Pollaflokkur

Firmakeppni

Úrslit unglinga

Úrslit ungmenna

Smali 1

Smali 2

 

Verðlaunaafhending í barnaflokki fer fram strax að lokinni keppni í barnaflokki.

Í barnaflokki skal ríða fet, stökk og tölt eða brokk.

 

Skráningar í barna- unglinga- og ungmennaflokka þurfa að berast á netfangið hf.trausti@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 15. ágúst.

Í firmakeppni og smala 1 og 2 er skráning á staðnum.

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 190192
Samtals gestir: 45620
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 07:18:47Nafn:

Hestamannafélagið Trausti

Afmælisdagur:

Stofnað 20.04.1960

Staðsetning:

Laugardalur, Grímsnes-og Grafningshreppur